
Uppfærsla hugbúnaðar með tölvu
Uppfærslur á hugbúnaði geta innihaldið nýjar aðgerðir og
betri virkni sem ekki var til staðar þegar tækið var keypt. Með
uppfærslu á hugbúnaði getur tækið einnig orðið
afkastameira.
Nokia Software Updater er tölvuforrit sem gerir þér kleift að
uppfæra hugbúnað tækisins. Til að uppfæra hugbúnað
tækisins þarftu samhæfa tölvu, háhraðatengingu og
samhæfa gagnasnúru til að tengja tækið við tölvuna.
Til að fá nánari upplýsingar, til að sjá hvenær nýjustu
hugbúnaðaruppfærslurnar komu á markað, og til að hlaða
niður Nokia Software Updater forritinu, sjá www.nokia.com/
softwareupdate eða vefsvæði Nokia í heimalandi þínu.
Gera skal eftirfarandi til að uppfæra hugbúnað tækisins:
1. Hlaða skal Nokia Software Updater forritinu niður og setja
það upp á tölvu.
2. Síðan tengirðu tækið við tölvuna með USB-gagnasnúru og
ræsir Nokia Software Updater forritið. Nokia Software
Updater forritið leiðbeinir þér við að afrita skrár, uppfæra
hugbúnaðinn og setja skrárnar aftur upp.