
Öryggi tækis og SIM-korts
Veldu
Öryggi.
>
Stillingar > Stillingar > Almennar >
Til að breyta PIN-númerinu velurðu Sími og SIM-kort > PIN
númer. Nýja númerið verður að vera 4 til 8 tölustafir. PIN
númerið fylgir SIM-kortinu og tryggir að óviðkomandi geti
ekki notað það. Ef rangt PIN-númer er slegið inn þrisvar
sinnum í röð lokast númerið og opna verður það með PUK
númeri áður en hægt er að nota SIM-kortið aftur.
Með Zip-forritinu getur þú búið til nýjar safnskrár sem
innihalda þjappaðar zip-skrár. Þú getur einnig bætt einni eða
fleiri þjöppuðum skrám eða skráasöfnum við safnskrár; valið,
eytt eða breytt lykilorði safnskráa og breytt stillingum, t.d.
þjöppunarstigi.
Hægt er að vista safnskrár í tækinu eða á minniskorti.
Til að læsa takkaborðinu sjálfkrafa eftir tiltekinn tíma velurðu
Sími og SIM-kort > Sjálfvirk læsing takka.
Til að stilla eftir hversu langan tíma tækið læsist sjálfkrafa,
þannig að aðeins er hægt að nota það ef réttur læsingarkóði
er sleginn inn, velurðu Sími og SIM-kort > Sjálfv.
læsingartími síma. Sláðu inn tímann í mínútum eða veldu
Enginn til að gera sjálfvirkur lásinn óvirkan. Þegar tækið er
læst er áfram hægt að svara innhringingum og hugsanlega
er áfram hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið sem er
forritað í það.
Læsingarkóðanum er breytt með því að velja Sími og SIM
kort > Læsingarkóði. Sjálfgefinn læsingarkóði er 12345.
Sláðu inn núverandi kóða og svo það nýja tvisvar. Nýja
númerið má vera 4-255 stafa langt. Nota má bæði bókstafi
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.
65

Stillingar
og tölustafi (há- og lágstafi). Tækið lætur þig vita ef
læsingarkóðinn er ekki forsniðinn á réttan hátt.