Nokia 6720 classic - Kort

background image

Kort.

Með Korta-forritinu geturðu séð hvar á kortinu þú ert staddur,

skoðað kort yfir ýmsar borgir og lönd, leitað að

heimilisföngum og ýmsum áhugaverðum stöðum. Einnig er

hægt að velja leiðir og fá aksturs- og gönguleiðsögn. Ef þú

vistar uppáhaldsstaði og -leiðir í Nokia-áskriftinni þinni

geturðu raðað þeim í flokka og samstillt vistuðu hlutina milli

tækisins og netþjónustu Ovi-korta.
Einnig geturðu skoðað upplýsingar um veður, umferð,

viðburði, ferðir eða annað sem er á döfinni, ef slíkt er í boði

í viðkomandi landi eða svæði.
Þegar þú notar Kortaforritið í fyrsta skipti þarftu e.t.v. að velja

internetaðgangsstað til að geta hlaðið niður kortum.
Þegar virk gagnatenging er í gangi og kortið er skoðað á

skjánum er nýju korti hlaðið sjálfkrafa niður ef farið er inn á

svæði sem ekki er á kortunum sem búið er að hlaða niður.

Einnig er hægt að nota Nokia Map Loader hugbúnaðinn til að

hlaða niður kortum. Til að setja Nokia Map Loader upp á

samhæfri tölvu skaltu fara á www.nokia.com/maps.

Til athugunar: Við niðurhal á efni eins og kortum,

gervihnattamyndum, hljóðskrám eða umferðarupplýsingum

getur verið um mikinn gagnaflutning að ræða (sérþjónusta).

Ábending: Til að spara gagnaflutningsgjöld er einnig

hægt að nota Korta-forritið án internettengingar og

skoða kort sem vistuð eru í tækinu eða á minniskorti,

ef það er tiltækt. Ef Korta-forritið er notað án

nettengingar eru sumir þjónustuliðir ekki tiltækir.

Nánast öll stafræn kort eru ónákvæm og ófullnægjandi að

einhverju leyti. Aldrei skal treysta eingöngu á kort sem hlaðið

hefur verið niður til notkunar með þessu tæki.
Efni á borð við gervihnattarmyndir, leiðbeiningar, veður- og

umferðarupplýsingar og tengd þjónusta er útbúin af þriðju

aðilum sem tengjast ekki Nokia. Efnið kann að vera

ónákvæmt og ófullnægjandi að einhverju leyti og veltur á

framboði. Aldrei skal treysta eingöngu á fyrrgreint efni og

tengda þjónustu.
Frekari upplýsingar um Korta-forritið í tækinu er að finna á

www.nokia.com/support.