 
Skilaboðalesari
Með skilaboðalesaranum geturðu hlustað á texta-,
margmiðlunar- og hljóðskilaboð og tölvupóst.
Til að breyta stillingum skilaboðalesarans í talgervilsforritinu
skaltu velja Valkostir > Talgervill.
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.
37
 
Skilaboð
Hægt er að hlusta á ný skilaboð eða tölvupóst á
heimaskjánum með því að halda vinstri valtakkanum inni þar
til skilaboðalesarinn opnast. 
Hægt er að hlusta á skilaboð úr innhólfsmöppunni eða 
tölvupóst úr pósthólfinu með því að velja skilaboð og
Valkostir > Hlusta. Ýttu á hætta-takkann til að stöðva
lesturinn. 
Til að gera hlé á upptöku eða halda áfram að taka upp ýtirðu 
á skruntakkann. Flettu til hægri til að opna næstu skilaboð
eða tölvupóst. Flettu til vinstri til að endurtaka spilun á
skilaboðum eða tölvupósti. Flettu tvisvar til vinstri til að opna
á skilaboðin á undan. Hljóðstyrkurinn er stilltur með því að
fletta upp eða niður. 
Til að sjá skilaboð eða tölvupóst sem texta án hljóðs skaltu 
velja Valkostir > Opna.