Samnýting hreyfimynda og myndskeiða
Meðan á símtali stendur skaltu velja Valkostir > Samnýta
hreyfimynd.
1. Til að samnýta rauntímahreyfimynd í símtalinu skaltu
velja Í beinni.
Til að samnýta myndskeið skaltu velja Myndskeið og
myndskeiðið sem þú vilt samnýta.
Svo hægt sé að samnýta myndskeiðið gæti þurft að breyta
því í annað snið. Ef tækið tilkynnir um að það þurfi að
umbreyta myndskeiðinu skaltu velja Í lagi. Tækið þarf að
hafa klippiforrit til að hægt sé að umbreyta.
2. Ef viðtakandinn er með nokkur SIP-vistföng eða
símanúmer með landsnúmeri vistuð í tengiliðalistanum,
skaltu velja það vistfang eða númer sem þú vilt. Ef SIP
vistfang eða símanúmer viðtakandans er ekki tiltækt
skaltu slá inn vistfang viðtakandans eða númerið ásamt
landsnúmeri og velja síðan Í lagi til að senda boðið. Tækið
sendir boðið til SIP-vistfangsins.
Samnýtingin hefst sjálfkrafa þegar viðmælandinn
samþykkir boðið.
Valkostir þegar myndskeið er samnýtt
Auka eða minnka aðdrátt (stendur aðeins sendanda
til boða).
Stilla birtustig (stendur aðeins sendanda til boða).
eða Kveikja eða slökkva á hljóðnemanum.
eða Kveikja eða slökkva á hátalaranum.
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.
26