 
Útilokanir. 
Hægt er að loka fyrir símtöl úr tækinu og móttöku símtala 
(sérþjónusta). Til að breyta stillingunum þarftu lykilorð
útilokana frá þjónustuveitunni þinni. Útilokanir hafa áhrif á
allar gerðir símtala. 
Til að loka fyrir símtöl velurðu úr eftirfarandi: 
● Úthringingar — Lokar fyrir símtöl úr tækinu. 
● Innhringingar — Lokar fyrir móttekin símtöl.
● Millilandasímtöl — Lokar fyrir símtöl til útlanda.
Símtöl
● Móttekin símtöl í reiki — Lokar fyrir móttekin símtöl
þegar þú ert erlendis.
● Símtöl til útlanda fyrir utan heimaland — Lokar fyrir
símtöl til útlanda en leyfir símtöl til heimalands þíns.
Til að sjá stöðuna á útilokun símtala velurðu valkost
útilokunar og svo Valkostir > Athuga stöðu. 
Til að slökkva á útilokun símtala velurðu valkost útilokunar 
og svo Valkostir > Ógilda allar útilokanir. 
Til að breyta lykilorðinu sem er notað til að loka fyrir
raddsímtöl og faxsendingar velurðu Valkostir > Breyta
lykilorði útilok.. Sláðu inn núverandi númer og síðan nýja
númerið tvisvar. Lykilorð útilokunar verður að vera fjórir
stafir að lengd. Nánari upplýsingar má fá hjá
þjónustuveitunni.
Stilli
Veldu