
Raddstýrð hringing
Hringdu með því að segja það nafn sem er vistað í
tengiliðalistanum.
Til athugunar: Notkun raddmerkja getur verið erfið
í hávaðasömu umhverfi eða í neyðartilvikum, því ætti ekki að
treysta eingöngu á raddstýrt val við allar aðstæður.
1. Haltu hægri valtakkanum inni á heimaskjánum.Stutt
hljóðmerki heyrist og textinn Tala nú birtist.
2. Segðu nafn tengiliðarins sem þú ætlar að hringja í. Ef
raddskipunin tekst birtist listi með þeim færslum sem
hugsanlega passa við hana. Síminn spilar raddskipun
þeirrar færslu sem er efst á listanum. Ef það er ekki rétta
skipunin skaltu fletta að annarri færslu.